Tveir í haldi vegna heimilisofbeldis

AFP

Sjö eru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrír ofbeldismenn. Tveir þeirra voru handteknir vegna heimilisofbeldis en sá þriðji vegna líkamsárásar. 

Tilkynnt var um líkamsárás á skemmtistað í miðborginni á öðrum tímanum í nótt. Árásarmaðurinn var farinn er lögreglan kom á staðinn. Árásarþola var ekið á slysadeild en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.

mbl.is