Loka og stytta afgreiðslu

Greinilegt er að færri eru á ferli en venjulega á …
Greinilegt er að færri eru á ferli en venjulega á Íslandi sem og annars staðar. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmörg þjónustufyrirtæki grípa nú til þess ráðs að stytta afgreiðslutíma eða skella tímabundið í lás. Er það gert til þess að draga úr rekstrarkostnaði, einkum launum.

Bláa lónið hefur styttra opið og hefur eftirspurn þar dregist gríðarlega saman. Þá hafa veitingahús og hótel lokað dyrum sínum fyrir gestum.

Á það m.a. við um Bergsson mathús í Templarasundi. Þá hyggjast stærstu hótelkeðjur landsins loka mörgum hótelum; Center-Hótelin fimm, Íslandshótel fjórum til fimm og Keahótelin a.m.k. einu hóteli. Þá greindu Icelandair-Hótelin frá því í gær að tveimur hótelum yrði lokað; Konsúlat og Marina-hótelunum.

Á Laugaveginum í gær mátti víða sjá tilkynningar í búðargluggum um tugprósenta afslátt. Margar verslanirnar stóla á erlenda ferðamenn. Hafa á boðstólum minjagripi og föt.

Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store-keðjunnar, hyggst tímabundið hafa lokaðar fjórar verslanir af sex í miðborginni. Það stefni að óbreyttu í hörmulegt ár í ferðaþjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert