Reiknað með mörgum afbókunum farþegaskipa

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom í byrjun mars.
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom í byrjun mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjögur skemmtiferðaskip sem áttu að koma til Reykjavíkur í vor hafa aflýst komu sinni. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segist reikna með að afbókunum muni fjölga hratt á næstunni vegna kórónuveirunnar og að töluverð röskun geti orðið a.m.k. fram í júní.

Gísli segir að skipafélög víða um heim hafi aflýst flestum ferðum á næstunni og 30-60 daga siglingahlé hafi verið algengt hjá félögunum frá byrjun marsmánaðar.

Hann segir að ekki sé við því að búast að staðan skýrist fyrr en um eða eftir páska. Þróun faraldursins, ákvarðanir um ferðabann og staðan hjá einstökum fyrirtækjum ráði þar mestu. Hann segist reikna með röskun á komu skipa eitthvað fram í júní, einhver muni hætta við og önnur breyta tímasetningum. Menn séu að búa sig undir slíkar breytingar, en dekksta sviðsmyndin sé að hingað til lands komi engin skemmtiferðaskip í sumar.

Skemmtiferðaskipið Magellan kom til Reykjavíkur 9. mars og von var á Astoria í þessari viku, en ekkert varð af komu skipsins. Ekkert skip var væntanlegt í apríl, en þegar eru farnar að berast afbókanir vegna komu skipa í maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »