Róðurinn þyngist á bráðamóttökunni

Jón Magnús Kristjánsson.
Jón Magnús Kristjánsson. mbl.is/Sigurður Bogi

„Tilfinningin á bráðamóttökunni er að veikindi og áhrif vegna CoViD-19 faraldursins er að aukast mjög hratt. Við sjáum fleiri með öndunarfæraeinkenni og fleiri með þekkt smit eru að koma til mats á þörf á innlögn,“ þetta skrifar Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, í færslu sem hann birti á Facebook. 

„Á sama tíma er starfsfólkið okkar farið að smitast og aðrir að þurfa að fara í sóttkví. Þannig þyngist róðurinn hjá okkur óneitanlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert