Samningar náðust í álveri Ísal

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samninganefndir stéttarfélaga starfsmanna í álveri Ísal í Straumsvík og viðsemjendur þeirra hafa undirritað nýjan kjarasamning. Verkfallsaðgerðum sem hefjast áttu 24. mars hefur verið frestað um tvær vikur.

Nýju álverssamningarnir eru afturvirkir og gilda frá 1. júní á síðasta ári og til 31. mars á næsta ári, eða í alls 22 mánuði.

Samkvæmt upplýsingum Kolbeins Gunnarssonar, formanns verkalýðsfélagsins Hlífar, byggir samningur félagsins í öllum meginatriðum á þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á umliðnu ári. Því til viðbótar hafi náðst inn að hluta leiðréttingar á ýmsu, þar sem laun starfsfólks í álverinu hafi dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015.

Kolbeinn segir menn hafa beðið í tvo mánuði eftir að ljúka þessari vinnu því félagið hafi verið sátt við þau drög sem lágu fyrir í janúar en fyrirtækið hafi ekki fengið heimild frá Rio Tinto til að skrifa undir. Á þriðjudag kom svo staðfesting frá Rio Tinto og skrifað var undir á miðvikudag. Þrýstingur vegna verkfallsaðgerða virðist því hafa skilað árangri. Gert er ráð fyrir að kosningu um samningana verði lokið 27. mars. omfr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »