„Bjóst við verra veðri“

Það sem kom pólska ofurhuganum Lukaszi Supergan mest á óvart þegar hann þveraði Ísland gangandi á dögunum var hversu milt veðrið var. „Ég bjóst við miklum vindi og kulda,“ segir hann og það kom fyrir en heilt yfir setti veður ekki strik í reikninginn. Færðin gerði honum þó erfitt fyrir.   

Í myndskeiðinu er rætt við Lukasz um ferðina og þá má sjá mikið af myndefni sem hann tók á ferðalaginu sem tók 36 daga og lauk við Öndverðanes á Snæfellsnesi í byrjun mánaðarins.

Meðan á göngunni stóð heyrðum við í Lukazsi þegar hann var rúmlega hálfnaður á göngu sinni og hafði þá nýlega setið af sér óveðurshvellinn sem gekk yfir landið í febrúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert