Dauðar kanínur í Elliðaárdal

Gert er ráð fyrir að hræin verði fjarlægð á morgun.
Gert er ráð fyrir að hræin verði fjarlægð á morgun. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Ófögur sjón blasti við gestum og gangandi í vesturhluta Elliðaárdals í morgun. Dauðar kanínur lágu eins og hráviði neðan við vestasta húsið næst Reykjanesbraut. Af myndum að dæma virðast sumar þeirra hafa legið þar um allnokkra hríð.

Í samtali við mbl.is segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn að ekki sé vitað hvernig þær drápust en málið verði þó ekki rannsakað sérstaklega. Borgaryfirvöld hafi verið látin vita af málinu.

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkur, segir gengið út frá því að hræin verði fjarlægð á morgun.

Uppfært: Búið er að fjarlægja hræin. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er tíðarfar og matarskortur talin ástæða þess að svo margar kanínur drápust. Fylgst verður með ástandinu næstu daga.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert