Sendu dansandi kveðju til nemenda sinna

Kveðja frá íþrótta- og raungreinakennurum við Menntaskólann á Akureyri.
Kveðja frá íþrótta- og raungreinakennurum við Menntaskólann á Akureyri. Skjáskot

Eins og flestum er kunnugt hafa allir framhaldsskólar landsins verið lokaðir síðan um síðustu helgi og fer öll kennsla fram í gegnum fjarbúnað.

Kennarar við Menntaskólann á Akureyri nota tæknina hins vegar ekki einungis til að koma námsefni til nemenda, heldur einnig skemmtilegum kveðjum með dansi.

„Okkur langaði að senda jákvæð skilaboð til nemenda okkar og ákváðum að fara þessa leið, og skemmtum okkur konunglega í leiðinni,“ segir Brynja Finnsdóttir, fagstjóri raungreina við skólann, í samtali við mbl.is.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman