„Útgöngubann ekki á teikniborðinu“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi lítið tjá sig um minnisblað til heilbrigðisráðherra og væntanlegar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar verða kynntar síðar í dag en útgöngubann er ekki meðal aðgerðanna.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á blaðamannafundi í Skógarhlíð í dag.

Þar kom enn fremur fram að staðan sé metin með tilliti til þess hvernig aðrar aðgerðir gangi.

Hann segir ekki hægt að segja til um hvort eða hvenær útgöngubann verði sett.

Ríkisstjórnin fundar nú síðdegis þar sem farið verður yfir hert­ar aðgerðir vegna kórónuveirufarald­urs­ins. 

Til­lög­ur sótt­varna­lækn­is um hert­ar aðgerðir vegna út­breiðslu ­veirunn­ar eru nú á borði heilbrigðisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert