Efling og SNS funda eftir vikuhlé

Verk­fall Efl­ing­arliða nær til alls 270 starfs­manna Mos­fells­bæj­ar, Seltjarn­ar­ness, Kópa­vogs, …
Verk­fall Efl­ing­arliða nær til alls 270 starfs­manna Mos­fells­bæj­ar, Seltjarn­ar­ness, Kópa­vogs, Ölfuss og Hvera­gerðis­bæj­ar en af þeim sök­um eru grunn­skól­ar í Kópa­vogi og á Seltjarn­ar­nesi lokaðir. Fundur í deilunni hefur verið boðaður á morgun eftir um vikuhlé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. Efling óskaði þess við ríkissáttasemjara í morgun að haldinn yrði fundur í deilunni en vika er frá síðasta fundi og verkfall hefur staðið yfir í rúmlega tvær vikur. 

Verk­fall Efl­ing­arliða nær til alls 270 starfs­manna Mos­fells­bæj­ar, Seltjarn­ar­ness, Kópa­vogs, Ölfuss og Hvera­gerðis­bæj­ar en af þeim sök­um eru grunn­skól­ar í Kópa­vogi og á Seltjarn­ar­nesi lokaðir.

Alls hafa sextíu trúnaðarmenn í Reykjavíkurborg lýsa sig reiðubúna til að leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttu starfsmannanna og félaga þeirra í Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfusi gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS), að því er fram kemur í tilkynningu Eflingar.

Í yfirlýsingu heimaþjónustustarfsmanna í Eflingu í Kópavogi til Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra segir að Eflingu hafi tekist að tryggja skref í átt að leiðréttingu lægstu launa í samningum við Reykjavíkurborg og ríki. Starfsmennirnir segjast ekki skilja hvers vegna bærinn vilji ekki semja við Eflingu á sömu nótum. „Erum við ekki þess virði?,” spyrja þeir.

Trúnaðarmennirnir lýsa sig tilbúna að leggja sín lóð á vogarskálar „með fjöldann og samstöðuna að vopni, til að tryggja ásættanlega niðurstöðu fyrir félaga okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert