Ekki láta pirring bitna á starfsfólki verslana

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Hari

Ekki má láta þreytu, streitu og pirring bitna á starfsfólki verslana. Þetta skrifar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook en stéttarfélaginu hefur borist töluvert af kvörtunum þess efnis að starfsfólki verslana sé sýndu dónaskapur.

Ragnar segir mikilvægt að hafa í huga að allir sé að gera sitt besta til að halda samfélaginu gangandi.

Ekki megi láta pirring bitna á fólki í verslunum sem leggur heilsu sína undir til að sjá almenningi fyrir nauðsynjavörum og annarri þjónustu.

„Starfsfólk í verslun er í hópi þeirra sem halda samfélaginu gangandi. Komum vel fram við hvort annað og stöndum saman í gegnum þetta og verum dugleg að hrósa,“ skrifar Ragnar.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman