Ferðaávísun muni örva ferðaviljann

Jóhannes Þór Skúlason.
Jóhannes Þór Skúlason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir fyrirhugaða ávísun á ferðalög munu leiða til aukinnar eftirspurnar. Rætt sé um 5 þúsund króna stafræna ávísun á hvern landsmann sem hluta af aðgerðum til að örva hagkerfið í niðursveiflunni.

„Við eigum eftir að fara í gegnum það með ráðuneytinu hvernig þetta verður útfært gagnvart fyrirtækjunum, þ.e.a.s. með hvaða hætti fyrirtækin koma þá til móts við þetta framlag ríkisins. Það er hægt að gera það á ýmsan máta svo að þetta verði samvinnuverkefni. Þá fá allir eitthvað fyrir sinn snúð. Fyrirtækin fá mögulega fleiri viðskiptavini en ella og ferðamenn fá meira fyrir peningana,“ segir Jóhannes Þór.

Afsláttarverð kemur til greina

Áðurnefnd upphæð samsvarar 20 þúsund krónum á fjögurra manna fjölskyldu. Spurður hvort fyrirtækin muni á móti bjóða afslátt, til dæmis 2 fyrir 1, segir Jóhannes Þór engar ákvarðanir liggja fyrir. Slíkt verði skoðað á næstunni. Reikna megi með því að Íslendingar muni geta ferðast innanlands áður en hægt verði að ferðast erlendis. Á þessu aðlögunartímabili muni safnast upp ferðaóþreyja hjá heimafólki sem muni vilja ferðast innanlands en ferðaviljinn til útlanda verði skertur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »