Fyrirtækin fá líflínu og geta myndað viðspyrnu

Frá blaðamannafundi stjórnarinnar um helgina þar sem mótleikir vegna kórónuveirunnar …
Frá blaðamannafundi stjórnarinnar um helgina þar sem mótleikir vegna kórónuveirunnar voru kynntir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðtækar aðgerðir stjórnvalda til stuðnings fólki og fyrirtækjum vegna samdráttar í efnahagslífinu af völdum kórónuveirunnar lofa góðu. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Eins og fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á laugardaginn mun ríkissjóður greiða allt að 75% launa fólks næstu mánuði. Ríkisábyrgð verður á brúarlánum til fyrirtækja sem hafa misst hið minnsta 40% af tekjum.

Alls er umfang aðgerðanna virt á um 230 milljarða króna. Þar er í pakkanum að farið verður í sérstakt 20 milljarða kr. fjárfestingarátak á þessu ári, en inntak þess er samgöngubætur, fasteignaframkvæmdir, upplýsingatækni, nýsköpun og menning. Er þá fátt eitt talið.

Framgangan er afgerandi

„Þetta eru nauðsynlegar aðgerðir á erfiðum tímum og framganga stjórnvalda er bæði skýr og afgerandi, segir Sigurður Hannesson. „Við fögnum þessum umfangsmiklu aðgerðum og ég get tekið undir með fjármálaráðherra að við þessar aðstæður borgar sig að aðgerðir séu umfangsmeiri en hitt að upp á vanti. Hér eru stjórnvöld að hjálpa almenningi og fyrirtækjum að taka réttar ákvarðanir við mikla óvissu. Fyrirtæki fá líflínu svo þau geti greitt starfsfólki sínu laun og þannig verður lífi haldið í heimilunum í landinu. Fyrirtækin geta með stuðningi líka haldið sjó og þannig myndað viðspyrnu fyrr en ella, þegar veiran er gengin yfir og aðstæður orðnar betri. Þannig er flýtt fyrir efnahagsbata.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert