Klippt og litað til miðnættis

Fjölmörg lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa að gera hlé á starfsemi sinni á miðnætti. Þar á meðal eru hárgreiðslustofur og á Sprey í Mosfellsbæ verður opið til kl. 23:59. Undanfarna daga hefur verið unnið langt fram á kvöld til að bregðast við ástandinu og óvissunni sem ríkir í þjóðfélaginu.

Þær Katrín Sif Jónsdóttir og Dagný Ósk Dagsdóttir reka stofuna og þar eru átta starfsmenn til viðbótar sem leigja stóla sem er algengt fyrirkomulag í geiranum. Þær segjast eiga eftir að skoða úrræði stjórnvalda til hlítar en ljóst sé óvissan sé mikil og töluvert af spurningum sé enn ósvarað.

Það er þó létt yfir þeim og þær virðast ekki hafa miklar áhyggjur af því að hinn sanni hárlitur þjóðarinnar muni opinberast landsmönnum á næstu vikum. Þetta sé kjörið tækifæri til að eyða tíma sínum nánustu og rækta sinn innri mann.

Í myndskeiðinu er kíkt inn á Sprey en þar er verið að afgreiða síðustu viðskiptavinina í bili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert