Ráðherra í sóttkví

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er kominn í sóttkví en samstarfskona hans í ráðuneytinu greindist með kórónuveiruna. Guðmundur Ingi greinir frá þessu á Facebook.

„Ég er kominn í sóttkví, en samstarfskona mín í ráðuneytinu greindist með kórónaveiruna og smitrakningarteymið hafði samband í gær. Ég hef ekki fundið fyrir neinum einkennum og líður vel.

Hugur manns þessa dagana er auðvitað hjá þeim sem eru veik og hjá öllu heilbrigðisstarfsfólkinu okkar, kennurum, almannavörnum og öðrum sem halda grunnþjónustunni gangandi. Ég tek hatt minn ofan fyrir ykkur öllum!

Nú er bara að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Ég fór t.d. ekki á ríkisstjórnarfund í gær og við tekur að vinna að heiman, sem er lítið mál með fjarfundi og tölvu.

Elsku vinir, farið vel með ykkur og hugsið vel hvert um annað. Ég ætla að hringja í a.m.k. einn vin á dag til að heyra í þeim hljóðið. Við komumst í gegnum þetta saman. Rafrænt knús á línuna,“ skrifar Guðmundur Ingi.

mbl.is

Kórónuveiran

5. apríl 2020 kl. 13:25
1486
hafa
smitast
428
hafa
náð sér
38
liggja á
spítala
4
eru
látnir