Stefnum í dekkstu spána

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Lárus Blöndal, forseti …
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. Ljósmynd/Júlíus Sigurjónsson

Þeim sem sýktir eru af kórónuveiru hefur fjölgað ört undanfarna daga og hafa aldrei fleiri greinst sýktir en á laugardag, þegar 95 smit voru staðfest. Þannig hefur greindum smitum fjölgað um 318 síðustu fjóra daga en þrátt fyrir það hefur sýnatökum fækkað talsvert síðustu daga.

„Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart vegna þess að við vitum að faraldurinn er í uppsveiflu,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á 22. blaðamannafundi almannavarna sem fram fór í gámi fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í gær. Sagði hann enn vera gert ráð fyrir því að faraldurinn næði hámarki um miðjan apríl.

Einhver skortur er á sýnatökupinnum sem notaðir eru til þess að taka próf vegna kórónuveiru á heimsvísu. Töf hefur orðið á sendingu af pinnum til landsins en hún hefur einnig verið minnkuð úr 5.000 í 2.000. Von er á sendingunni í vikunni en það gæti breyst, að sögn Þórólfs. Til þess að setja fjölda pinnanna í samhengi hafa nú þegar 10.118 sýni verið tekin hérlendis.

Þórólfur sagði að allra leiða væri leitað til að nálgast pinna en skorturinn gæti leitt til þess að strangari skilyrði yrðu sett fyrir sýnatökum. Ekki væri komið að slíku og það yrði auglýst sérstaklega ef til þess kæmi.

Staðfest smit kórónuveirunnar voru 568 þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. 532 voru í einangrun, 14 á sjúkrahúsi, 36 var batnað, 6.340 voru í sóttkví og höfðu 1.066 lokið sóttkví.

Fyrir helgi kynnti hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala spálíkan um líklega þróun faraldursins hérlendis. Tvær meginspár voru settar fram þar, líkleg spá og svartsýn spá. Nýjar smittölur færa Ísland nær svartsýnu spánni, segir Þórólfur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert