Kostar 3 til 5 milljónir kr. árlega

Ríkisfáninn (tjúgufáninn) blaktir á Alþingishúsinu.
Ríkisfáninn (tjúgufáninn) blaktir á Alþingishúsinu. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Samþykki Alþingi frumvarp þingmanna Miðflokksins um að ríkisfáninn (tjúgufáninn) verði dreginn á stöng alla daga ársins við opinberar byggingar kl. 8 að morgni og verði við hún til kl. 21 að kvöldi mun það kosta Hæstarétt aukaleg árleg útgjöld sem nema á bilinu 3 til 5 milljónir króna.

Þetta kemur fram í umsögn Hæstaréttar við frumvarpið sem nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins.

Frumvarp Miðflokksmanna var lagt fram í nóvember í fyrra, en hafði áður komið fram á tveimur fyrri þingum án þess að hljóta afgreiðslu. Það felur í sér nýtt ákvæði í lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerki.

„Tjúgufáninn skal dreginn á stöng alla daga ársins á Alþingishúsinu, Stjórnarráðshúsinu og byggingu Hæstaréttar Íslands kl. 8 að morgni og vera við hún til kl. 21 að kvöldi. Fáni forseta Íslands skal dreginn á stöng við embættisbústað hans og við skrifstofu hans í Reykjavík á sama tíma og vera jafnlengi við hún. Þessa fána skal lýsa upp í skammdeginu,“ segir í frumvarpinu. Með þessari ráðstöfun vilja flutningsmenn auka veg fánans og sýna honum meiri virðingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert