Skipulag til að tryggja matvælaframleiðslu

Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að skipulagi hafi verið komið á laggirnar til þess að tryggja matvælaframleiðslu í landinu, sérstaklega gagnvart þeim fyrirtækjum sem teljast kerfilega- og efnahagslega mikilvæg vegna öflunar útflutningstekna og matvælaöryggis.

Nær það til framleiðslu sjávarafurða, auk mjólkur-, kjöt- og grænmetisframleiðslu.

Málaflokkar sem heyra undir ráðherrann voru til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Þessu hefur verið komið í ákveðnar skorður og heilbrigðisráðherra hefur gengið frá þeim málum á grundvelli samkomulags og vinnu sem hefur átt sér stað undanfarna daga og þar til í gærkvöldi," segir Kristján Þór. 

„Ég hef reglulega gert ríkisstjórninni grein fyrir stöðunni í bæði íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði og hef verið í mjög góðu sambandi við fólk í þessum greinum. Meðal annars til að kalla eftir reglulegum upplýsingum um þá þróun sem er að eiga sér stað frá degi til dags,“ útskýrir ráðherrann.

mbl.is

Kórónuveiran

29. mars 2020 kl. 13:53
1020
hafa
smitast
135
hafa
náð sér
25
liggja á
spítala
2
eru
látnir