Bætist hratt í bakvarðasveitina

Alls eru nú um 680 komnir í bakvarðasveit heilbrigðisstétta, en á vegum heilbrigðisyfirvalda hefur verið kallað eftir því að fólk sem liðsinni getur veitt í krafti menntunar sinnar gefi sig fram.

Nemar í hjúkrunar- og læknisfræði hafa nú bæst í hópinn. Opnað hefur verið fyrir skráningu þeirra og hafa þegar 37 læknanemar skráð sig og 6 nemar í hjúkrunarfræði, samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Alls eru hjúkrunarfræðingarnir sem nú hafa gefið sig fram 195 talsins, sjúkraliðarnir eru 168, læknarnir 78, alls 71 sjúkraflutningamaður hefur stimplað sig inn og lyfjafræðingarnir eru 43. Þá hafa átján geislafræðingar boðið fram þjónustu sína og 17 lyfjatæknar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert