Handtekinn eftir langar viðræður

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna mannsins enda hann vopnaður …
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna mannsins enda hann vopnaður eggvopni og hótaði nágrönnum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í annarlegu ástandi með eggvopn á Rekagranda í gærkvöldi eftir langar viðræður. 

Maðurinn var með eggvopnið í hendi og barði á hurðir nágranna og var með hótanir. Maðurinn er vistaður í fangageymslum lögreglu vegna rannsóknar á málinu en hann er grunaður um brot á vopnalögum og ofbeldi gegn opinberum starfsmanni.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna mannsins og eins var slökkviliðið í viðbragðsstöðu með sjúkrabíl á staðnum. Tilkynning barst um manninn klukkan 20:24 til Neyðarlínunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert