Heitavatnslaust í Vesturbænum fram á morgun

Heitavatnslaust er á þessu svæði.
Heitavatnslaust er á þessu svæði. Ljósmynd/Veitur

í ljós hefur komið að skemmdir á stofnlögn hitaveitu er gera á við í kvöld og nótt reyndust umfangsmeiri en ætlað var. Vegna þessa er ekki hægt að veita heitu vatni til íbúa um aðrar leiðir eins og Veitur greindu frá fyrr í kvöld og því verður heitavatnslaust lengur en sagt var, eða þar til í fyrramálið.

Á vefsíðu Veitna kemur fram að heitt vatn verði aftur í vesturhluta Reykjavíkur klukkan níu í fyrramálið.

Eins og kom fram fyrr í kvöld fór lögn í sundur við viðgerð á stofnæð við Valsheimilið og er heitavatnslaust í vesturhluta Reykjavíkur.

Talið var að um þrjár klukkustundir tæki að ná upp fullum þrýstingi í kerfinu en ljóst er að það tekur töluvert lengri tíma.

Frá viðgerð við stofnæðar í desember.
Frá viðgerð við stofnæðar í desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyr­ir alla heita­vatns­krana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatn kem­ur á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og úti­dyr ekki opn­ar leng­ur en þörf kref­ur til að koma í veg fyr­ir að það kólni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert