Læknar vilja loka

Sóttvarnarlæknir leggst gegn því að umferð til Raufarhafnar verði bönnuð.
Sóttvarnarlæknir leggst gegn því að umferð til Raufarhafnar verði bönnuð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Læknarnir Atli Árnason og Sigurður Halldórsson, sem standa vaktina á norðausturhorninu, hvar eru Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn, vilja að lokað verði fyrir umferð inn á svæðið á næstunni í varnarskyni vegna kórónuveirunnar.

Sóttvarnalæknir hafnar hugmyndinni og telur hana ekki þjóna tilgangi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í erindi sem læknarnir sendu frá sér benda þeir á að ekkert smit hafi enn greinst á þessu afmarkaða svæði. Þeir hafi frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla líka lagt mikla áherslu á að þeir sem á þessar slóðir komi fari í sóttkví – og aðkomumenn sem eru við vinnu eru aðskildir íbúum. Þetta sé nauðsynlegt því á svæðinu búi á svæðinu margir áhættusjúklingar.

Lögreglustjórnin á Norðurlandi eystra fundaði í gær um þetta mál með sóttvarnalækni, sem telur lokun aðeins myndu seinka því að veiran bærist inn á svæðið. Lokun skili aðeins árangri sé hún langvarandi og að setja fólk í sóttkví hafi gefið góða raun nú. Þá segir lögreglustjóri að ekki séu nú lagaheimildir fyrir lokun einstakra byggða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: