Lærðu handþvottalagið og syngdu með

Sniðugt er að syngja lag á meðan hendurnar eru þvegnar.
Sniðugt er að syngja lag á meðan hendurnar eru þvegnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Góður og reglulegur handþvottur er ein mikilvægasta vörnin gegn smiti og sýkingum, þar á meðal kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Börn eiga stundum erfitt með að muna eftir handþvottinum og eiga það til að flýta sér um of.

Þá er gott að hafa lag til að styðjast við, en Björg Þórsdóttir, tónmenntakennari Ísaksskóla, samdi lítið lag um mikilvægi handþvottar og hvernig skal staðið að honum á réttan hátt. Hér fyrir neðan má heyra krakkana í Ísaksskóla syngja lagið. Á heimasíðu skólans má einnig nálgast texta með nótum og hljómum.

Á vefsíðunni Covid.is segir að þvo eigi hendur reglulega með sápu og vatni í að minnsta kosti 20 sekúndu í hvert skipti. Það er einmitt gott að syngja lag, annað hvort upphátt eða í huganum, á meðan hendurnar eru þvegnar, og miða við að handþvotturinn taki jafn langan tíma og tekur að syngja lagið.

Ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota handspritt. Til dæmis þegar greiðslukort hafa verið notuð eða eða fletir í sameiginlegum rýmum snertir, eins og hurðarhúnar, lyftuhnappar og fleira.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman