Bönn og veira gætu breytt afbrotahegðun

Ölvun. Ólæti í miðbæ hafa minnkað.
Ölvun. Ólæti í miðbæ hafa minnkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hér á landi eru nú allar fjöldasamkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman óheimilar. Á þetta jafnt við hvort sem fólk kemur saman í opinberum rýmum eða einkarýmum.

Vegna þessa og annarra takmarkana sem settar hafa verið til að sporna gegn mikillar útbreiðslu kórónuveiru í samfélaginu halda fjölmargir sig nú heima.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, það verða áhugavert næstu daga og vikur að fylgjast með hvort þessi breytta hegðun fólks hafi einnig áhrif á hegðun afbrotamanna. Bendir hann t.a.m. á að nýverið hafi lögregluembætti sent frá sér tilkynningu þar sem biðlað var til afbrotamanna um að láta af afbrotum um stundarsakir hið minnsta vegna útbreiðslu kórónuveiru.

„Það er nú alltaf spurning hvaða áhrif svona hefur en þetta eru nú samt ákveðin skilaboð til alls samfélagsins um að standa saman á þessum tímum,“ segir Helgi og bendir á að ljóst sé að erfiðlega muni ganga að brjótast inn á heimili fólks nú þegar margir eyða þar deginum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kórónuveiran

8. apríl 2020 kl. 13:00
1616
hafa
smitast
633
hafa
náð sér
39
liggja á
spítala
6
eru
látnir