Erlendir starfsmenn kallaðir heim

Dýrafjarðargöng. Til stóð að hefja malbikun í byrjun maí.
Dýrafjarðargöng. Til stóð að hefja malbikun í byrjun maí. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kórónuveirufaraldurinn setur strik í reikninginn hjá verktökum við Dýrafjarðargöng. Slóvakarnir og Tékkarnir sem vinna fyrir tékkneska verktakann Metrostav voru kallaðir heim, samkvæmt tilmælum frá þarlendum yfirvöldum.

Fjórir yfirmenn urðu þó eftir og ráðnir hafa verið undirverktakar frá Ísafirði og víðar að til að ljúka þeim verkefnum sem Slóvakarnir og Tékkarnir unnu að, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er áskorun en hún er ekki sú erfiðasta hjá okkur. Veðrið í vetur hefur haft meiri áhrif á vinnuna,“ segir Karl St. Garðarsson, staðarstjóri Suðurverks við gerð Dýrafjarðarganga. Starfsmenn Metrostav unnu að því að steypusprauta vatnsklæðningar ganganna. Þarf að ljúka þeirri vinnu áður en önnur eftirvinna í göngunum hefst, svo sem að keyra inn burðarlag og leggja vatnsleiðslur. Ætlunin var að hefja malbikun í byrjun maí en ljóst er að það næst ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert