Fjögur smit til viðbótar í Eyjum

Fjöldi einstaklinga í sóttkví í Vestmannaeyjum er 577.
Fjöldi einstaklinga í sóttkví í Vestmannaeyjum er 577. mbl.is/RAX

Fjórir til viðbótar hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Vestmannaeyjum. Alls er því staðfest 51 smit í Eyjum. Af þeim fjórum sem nú hafa greinst voru þrír þegar í sóttkví.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í Eyjum segir að allra hagur sé að sem flestir nýgreindir séu komnir í sóttkví þegar þeir greinast enda séu þá færri og oft enginn í kringum þá sem sé útsettur fyrir smiti.

Smitrakningu er lokið fyrir öll þekkt smit. Fjöldi einstaklinga í sóttkví í Vestmannaeyjum er 577 og þá hafa 19 lokið sóttkví.

Bent er á að smitaðir einstaklingar eiga að vera í einangrun og mega ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, s.s. til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, að höfðu samráði við lækni. Ástæða þessa er hætta á snerti- eða dropasmiti. Förum öll að leiðbeiningum og hlúum hvert að öðru.

mbl.is

Kórónuveiran

6. apríl 2020 kl. 13:00
1562
hafa
smitast
460
hafa
náð sér
38
liggja á
spítala
6
eru
látnir