Gríðarmikil breyting á flugumferð

AFP

Hröð útbreiðsla kórónuveiru og harðar aðgerðir stjórnvalda víða um heim í von um að hefta faraldurinn hafa sett svip sinn á flugumferð, eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Hægt að smella til að sjá stærri.
Hægt að smella til að sjá stærri. Skjámyndir/FlightRadar24.com

Sú fyrri var tekin fimmtudaginn 12. mars klukkan 14. Á henni má sjá nokkuð mikla og þétta flugumferð með fólk og vörur á milli heimsálfa. Seinni myndin er tekin í gær, miðvikudaginn 25. mars, á sama tíma. Eins og sjá má hefur mjög dregið úr flugumferð um heim allan. Báðar eru myndirnar fengnar af heimasíðunni Flightradar24.com.

Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir flugumferð á íslenska flugumferðarstjórnarsvæðinu hafa verið í eðlilegu horfi til 13. mars.

„Eins og þú sérð [á meðfylgjandi línuriti] ef miðað er við flugumferð á sama tíma 2019, þá ættu að meðaltali að vera um 450 vélar á svæðinu á dag. Þetta var í eðlilegu horfi til 13. mars en er nú dottið niður í 149 vélar. Mest áhrif hefur fækkun á flugi milli Norður-Ameríku og Evrópu og því næst fækkun í flugi til og frá Íslandi. Hvað framhaldið varðar er ómögulegt að segja til um það í ljósi þeirrar óvissu sem til staðar er,“ segir hann við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »