Hægagangur á háannatíma

Það var rólegt um litast í miðborg Reykjavíkur í hádeginu í dag þar sem allt iðar af lífi á venjulegum degi. Fáir voru á ferli og margar verslanir og veitingastaðir hafa skellt í lás vegna faraldurs kórónuveirunnar. Í myndskeiði sem fylgir fréttinni má sjá hvernig var um að litast í borginni í dag.

Lagið sem ómar undir myndskeiðinu er fyrsta lagið af plötu Arnars Guðjónssonar Gray Mist Of Wuhan og var samin sem nokkurskonar hljóðrás fyrir borgina sem nú er orðinn heimsþekkt fyrir að vera upphafsstaður kórónuveirunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert