Lækjargatan er óðum að taka á sig nýja mynd

Framkvæmdir í Lækjargötu.
Framkvæmdir í Lækjargötu. mbl.is/Hallur Már

Líklega verður dregið tímabundið úr framkvæmdahraða við nýtt hótel í Lækjargötu vegna ástandsins í þjóðfélaginu, að sögn Ólafs Torfasonar, stjórnarformanns Íslandshótela, sem eiga hótelið. Hann sagði það vera til skoðunar að gera 30 daga hlé á framkvæmdum, en það hefur ekki verið endanlega ákveðið.

Ólafur segir að framkvæmdahraðinn við hótelbygginguna hafi riðlast frá upphaflegri áætlun. Gera þurfti mikla fornleifarannsókn á lóðinni áður en framkvæmdir hófust enda hótelið byggt þar sem búseta hefur verið frá landnámi. Þá þurfti að taka tillit til þess að undirstöður nærliggjandi húsa voru ekki gerðar með tilliti til þess að stálþil yrði rekið niður í næsta nágrenni eins og gert var við byggingu hótelsins.

Búið er að steypa upp þrjár hæðir hússins þeim megin sem snýr að Lækjargötu og er verið að slá upp fyrir fjórðu hæðinni. Þar ofan á kemur svo efsta hæðin, sú fimmta. Um leið og uppsteypu lýkur verður farið að setja í glugga og gler og ganga frá húsinu að utan, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »