Maður konunnar sem lést alvarlega veikur

Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél, tveir karlmenn og ein …
Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél, tveir karlmenn og ein kona, öll á sjötugsaldri. mbl.is/Hjörtur

Eiginmaður konunnar sem lést af völdum COVID-19 sjúkdómsins fyrr í vikunni berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæslu vegna veirunnar. Maðurinn glímir ekki við önnur veikindi en hann er nú í öndunarvél.

Þetta kemur fram á vef Stundarinnar.

Þar segja ætt­ingj­ar hjón­anna faraldurinn dauð­ans al­vöru og að fólk verði að hlusta á og fylgja fyr­ir­mæl­um til að berj­ast gegn veirunni. Ef það sé ekki gert muni af­leið­ing­arn­ar verða al­var­leg­ar. Nú sé ekki annað í boði en hlíta fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.

Konan lést á mánudag en hún var 71 árs gömul og glímdi við astma. Eiginmaður konunnar er fjórum árum eldri. Hann glímir ekki við önnur veikindi en samkvæmt frétt Stundarinnar hefur heilsu mannsins hrakað mikið síðan á mánudag. Í dag var hann færður í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala. 

Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél, tveir karlmenn og ein kona.

mbl.is