Pinnarnir frá Össuri nothæfir

Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrr í mánuðinum.
Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrr í mánuðinum. mbl.is/Eggert

Íslensk erfðagreining hefur lokið við að prófa sýnitökupinna sem fyrirtækið Össur átti á lager. Niðurstaðan er sú að pinnarnir eru vel nothæfir.

Fyrstu niðurstöður í gær þóttu ekki gefa tilefni til bjartsýni en við nánari skoðun kom í ljós að gallar voru á prófuninni. Eftir að prófanir voru endurteknar í dag voru niðurstöðurnar marktækar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Ljóst sé að pinnarnir sem eru 20.000 talsins leysa úr vandanum sem skortur á slíkum sýnatökupinnum var að skapa og næstu daga verði aftur prófað af fullum krafti fyrir COVID-19 í Turninum í Kópavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert