„Sjái ekki fram fyrir nef sér af pinnum“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það sem gerðist í fyrsta skiptið var að við fengum sýni úr þremur einstaklingum sem voru jákvæðir en tveir þeirra hafa líklega verið komnir með sjúkdóminn svolítið langt og þegar hann hefur þróast langt þá hætta menn að fá jákvæða niðurstöðu,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um þá uppgötvun að 20.000 sýnatökupinnar frá fyrirtækinu Össuri séu nothæfir. 

Áður taldi Íslensk erfðagreining að þeir væru ónothæfir. „Það gleymdist að senda okkur sýni með venjulegum pinnum til þess að bera saman þannig að það leit út fyrir að vera neikvætt. Við fórum af stað í gær og fengum sýni úr alls konar fólki og það bara gekk upp. Ég er býsna ánægður með það,“ segir Kári.

Opna bráðum aftur fyrir skráningu

Útlit var fyrir einhvern skort á sýnatökupinnum og hafði Íslensk erfðagreining af þeim sökum dregið mjög úr sýnatökum. Spurður hvort umtalað pinnavandamál sé þá leyst segir Kári:

„Ég vona það heitt og innilega. Ég reikna með því að maður sjái ekki fram fyrir nef sér af pinnum eftir helgi.“ 

500 manns mæta í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu á morgun og 500 bæði á laugardag og sunnudag. Bráðlega mun Íslensk erfðagreining opna aftur fyrir skráningu í sýnatöku.

„Það má ekki gleyma því að þetta fólk mitt sem er búið að vinna í þessu er búið að vinna alveg ofboðslega mikið og menn eru dálítið lúnir þannig að það má ekki ofkeyra þetta fólk,“ segir Kári. 

mbl.is

Kórónuveiran

6. apríl 2020 kl. 13:00
1562
hafa
smitast
460
hafa
náð sér
38
liggja á
spítala
6
eru
látnir