Smit á Landakoti og Barnaspítala

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Smit hefur komið upp á Landakoti og því er ekki lengur hægt að leggja fólk þangað inn. Einnig er verið að loka Rjóðrinu eftir að smit kom upp innan Barnaspítalans.

Þetta sagði Alma Möller landlæknir á blaðamannafundi. Smit greindist hjá starfsfólki og var gripið til aðgerðanna í kjölfarið á því.

Rjóðrið er hvíldardvalarheimili fyrir langveik börn.

Alma benti starfsmönnum í heilbrigðisþjónustunni á að fara sérstaklega varlega varðandi smitvarnir, líka utan vinnutíma.

Frá blaðamannafundinum.
Frá blaðamannafundinum. Ljósmynd/Lögreglan

Að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis liggja 17 á Landspítala smitaðir af kórónuveirunni. Þar af eru þrír og gjörgæslu, allir í öndunarvél.

Allt útlit er fyrir að hægt verði að taka sýni eins og þörf er á eftir að sýnatökupinnar fundust á óvæntum stað, auk þess sem fleiri hafa komið til landsins.

mbl.is