Snjóþyngslin daglegt brauð

Ljósmynd/Róbert Hlífar Ingólfsson

Í Árneshreppi hefur snjóað allverulega undanfarið eins og sjá má á myndböndum Róberts Hlífars Ingólfssonar.

Hann myndaði föður sinn, Ingólf Benediktsson, við snjómokstur nýverið og er útkoman vægast sagt stórbrotin. Róbert segir að faðir hans hafi sinnt snjómokstri „endalaust lengi“ og snjóþyngsli sem þessi séu í raun daglegt brauð. 

Myndböndin eru tekin á tveimur stöðum, annars vegar á Kýrvíkurnesi og hins vegar á Sætrakleif. Sjón er sögu ríkari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert