Starfsmaður Grænuvalla með kórónuveiruna

Húsavík. Starfræktar eru átta deildir á leikskólanum.
Húsavík. Starfræktar eru átta deildir á leikskólanum. mbl.is/Sigurður Bogi

Kórónuveirusmit hefur verið staðfest hjá starfsmanni leikskólans Grænuvalla á Húsavík. Þetta staðfestir fræðslufulltrúi sveitarfélagsins Norðurþings í samtali við mbl.is.

Samkvæmt Jóni Höskuldssyni fræðslufulltrúa hafði starfsmaðurinn verið í sóttkví í rúmlega viku áður en smitið greindist og hafði engin einkenni áður en til sóttkvíar kom. Það kemur því ekki til með að hafa áhrif á leikskólastarfið á Grænuvöllum, þar sem starfræktar eru átta deildir.

„Við vorum að fá þessar fregnir og höfum ekki fengið aðrar leiðbeiningar en að viðkomandi haldi áfram í einangrun,“ segir Jón í samtali við mbl.is.

mbl.is