Vilja breytingar vegna veirunnar

Grásleppulöndun á Árskógssandi.
Grásleppulöndun á Árskógssandi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Landssamband smábátaeigenda hefur sent sjávarútvegsráðherra erindi þar sem óskað er eftir að hann bregðist við þeim vanda sem faraldurinn af völdum kórónuveirunnar kann að hafa varðandi fiskveiðar á komandi mánuðum.

Þannig telur LS brýnt að ráðherra felli nú þegar úr gildi reglugerð um friðun hrygningarþorsks, sem hefst að óbreyttu 1. apríl.

Þá hefur LS óskað eftir að ráðherra leggi fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þar verði kveðið á um að ákvæði um veiðiskyldu gildi ekki fyrir yfirstandandi fiskveiðiár og að takmörkun á flutningi ónýttra aflaheimilda milli ára verði afnumin.

Sú skoðun kemur fram á heimasíðu LS að gera þurfi fleiri breytingar, t.d. á fyrirkomulagi strandveiða sem hefjast mega 4. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert