88 til viðbótar greinst með veiruna

Ferðamaður með andslitsgrímu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ferðamaður með andslitsgrímu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa 890 greinst með kórónuveiruna hérlendis. Þetta er fjölgun um 88 á einum sólarhring sem er meiri fjölgun en í gær þegar greindum einstaklingum fjölgaði um 65.

806 eru í einangrun og 17 liggja á sjúkrahúsi, samkvæmt tölum á Covid.is.

Alls hafa 82 jafnað sig á sjúkdómnum. 

10.009 manns eru í sóttkví og 3.209 hafa lokið sóttkví. 13.613 sýni hafa verið tekin.

620 manns hafa smitast á höfuðborgarsvæðinu, 92 á Suðurlandi, 37 á Suðurnesjum, 17 á Norðurlandi vestra, 13 á Norðurlandi eystra, 10 á Vesturlandi, 3 á Austurlandi og 1 á Vestfjörðum. 9 smit eru óstaðsett. 

Alls eru 5.113 í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu og 1.181 á Suðurlandi, svo dæmi séu tekin. Sótthreinsun er mikilvæg vörn gegn kórónuveirunni.
Sótthreinsun er mikilvæg vörn gegn kórónuveirunni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina