Átta sagt upp á Vogi

Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi.
Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. mbl.is/Árni Sæberg

Átta manns var sagt upp á Vogi í gær. Þetta staðfestir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sem segir eðlilegt í þrengingum að taka þurfi sársaukafullar ákvarðanir. Sjálf hefur hún sagt upp störfum og segir að ágreiningur hafi verið uppi um hvernig á að taka ákvarðanir um fagleg mál hjá SÁÁ.

„Þetta eru samtök sem reka meðferðina og eru rosalega mikilvæg og þurfa að taka ákvarðanir. Ég er ósátt við að það sé hægt að taka ákvarðanir sem snúa að faglegum málefnum án þess að það séu eðlilegt samskipti og samráð við stýrendur í meðferðinni,“ segir Valgerður.

Spurð hvort ágreiningur hafi verið uppi á milli hennar og Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, segir hún um að sé að ræða tillögu sem hann fékk samþykkta. „Það er spurning um hvaða völd hann á að hafa inni í meðferðinni í faglegum málum.“

Valgerður er búin að senda inn uppsagnarbréfið en mun mæta til starfa í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert