Íslendingar um borð í sýktu skipi

MS Zaandam er nú í Panama, eftir að hafa verið …
MS Zaandam er nú í Panama, eftir að hafa verið meinað um að leggjast að bryggju í nokkrum löndum. AFP

Tveir Íslendingar eru meðal farþega á skemmtiferðaskipinu MS Zaandam sem liggur nú við bryggju í Panama. Fjórir farþegar skipsins eru látnir úr COVID-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 150 manns, farþegar og áhöfn, eru taldir vera smitaðir. 

Í samtali við RÚV segir Hallur Metúsalem Hallsson, sem er á skipinu ásamt konu sinni, að þau hjónin hafi haldið sig í klefa sínum frá því veikindin komu upp á sunnudag. Hann vonist eftir því að komast frá borði á hverri stundu.

Annað skip sama skipafélags, MS Rotterdam, er komið til Panama og er áætlað að heilbrigðir farþegar MS Zaandam verði ferjaðir yfir í hitt skipið. Læknir mældi líkamshita þeirra hjóna og staðfesti í kjölfarið að þau mættu fara um borð í MS Rotterdam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert