Krúttlegir kálfar í beinni útsendingu

Advania heldur úti beinni útsendingu af Mosa og Burkna, tveggja mánaða gömlum kálfum sem eru nýkomnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þar sem garðurinn er lokaður af augljósum ástæðum, er þetta leið fyrir börnin að fylgjast með dýrunum.

Kálfana má þekkja í sundur á því að Mosi er …
Kálfana má þekkja í sundur á því að Mosi er með svartar granir en Burkni með rauðar. Ljósmynd/Aðsend

Hægt er að fylgjast með þeim athafna sig hér á Hægvarpi Advania en þegar þegar þessi frétt er skrifuð eru þeir að fá sér síðdegislúr.

Eins og segir í tilkynningu frá Advania, er vorið líflegasti tíminn í Húsdýragarðinum og von á fjölgun hjá flestum húsdýranna, enda hefur náttúran sinn vanagang þó gestum sé ekki heimilt að heimsækja garðinn.

Bræðurnir Mosi og Burkni eru af bænum Bakka á Kjalarnesi, en bændurnir þar gefa garðinum kálf á hverju ári. Kálfarnir fá þessa dagana að fara út á morgnana á meðan fjósið er þrifið og þeim er gefin mjólk nokkrum sinnum á sólarhring.





mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert