Sævar Helgi og Elín Björk í Kúltúr

Safnahús Kópavogs.
Safnahús Kópavogs. mbl.is/Golli

Í Kúltúr klukkan 13 í dag, föstudaginn 27. mars, munu Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og vísindamiðlari, og Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur spjalla um loftslagsmál, loftgæðamál, veður og veirur á Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Hver er munurinn á loftslagsmálum og loftgæðamálum? Hvaða áhrif virðist yfirstandandi COVID-19-heimsfaraldur vera að hafa á loftslag og loftgæði um víða veröld og hver gæti sú þróun mögulega orðið til framtíðar litið?“ eru meðal þeirra spurninga sem Sævar og Elín munu leitast við að svara.

Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og vísindamiðlari, og Elín Björk Jónsdóttir …
Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og vísindamiðlari, og Elín Björk Jónsdóttir veðurfræðingur.

Þar sem Menn­ing­ar­hús­in í Kópa­vogi eru öll lokuð fyr­ir gest­um og öll­um viðburðum verið frestað þá var ákveðið að finna nýja leið til að færa Kópa­vogs­bú­um og allri þjóðinni ólíka menn­ing­ar­viðburði heim í stofu. Kúltúr klukk­an 13 verður alla mánu­daga, miðviku­daga og föstu­daga og eru nú þegar 24 lista- og fræðimenn búnir að staðfesta þátt­töku sína í þessu skemmti­lega verk­efni.

Stundin sendir út Kúltúr klukkan 13.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert