Strætó dregur tímabundið úr þjónustu

Færri farþegar nýta sér strætó núna og því verður dregið …
Færri farþegar nýta sér strætó núna og því verður dregið úr þjónustu tímabundið.

Viðskiptavinum strætó hefur fækkað til muna og því mun strætó draga úr þjónustu og minnka akstur tímabundið. Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun. Aukaferðum verður bætt við á morgnana til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. 

Farþegar eru hvattir til að fylgjast vel með á heimsíðu strætó og á strætó-appinu. 

Frá og með þriðjudeginum 31. mars munu eftirfarandi breytingar taka gildi hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu: 

Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur. Fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum má nálgast hér: https://straeto.is/uploads/files/963-464cfcd38c.pdf

Undantekning: Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri.

Frá og með aðfaranótt laugardags 28. mars verður öllum næturakstri úr miðbænum hætt.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert