Alma Möller í einn dag

Föstudagar eru þemadagar á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, eins og áður hefur verið greint frá á þessum vettvangi. Í gær var þemað helgað Ölmu Möller landlækni. 

„Alma er ekki bara glæsi­leg kona sem er flott í fata­vali held­ur einnig framúrsk­ar­andi í sínu starfi og hver vill ekki vera eins og Alma á þess­um tím­um,“ segir Árdís Hulda Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður á Hrafnistu. Alma hefur enda vakið athygli fyrir fal­leg­an og klass­ísk­an klæðaburð síðustu vikur, þrátt fyrir annir. 

Ekki er að sjá annað en uppátækið hafi mælst vel fyrir meðal starfsfólks og vistmanna, sem sendu landlækni baráttukveðjur.

Slifsið er einkennandi fyrir Ölmu.
Slifsið er einkennandi fyrir Ölmu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert