Altjón í eldsvoðanum á Efra-Seli

Mikinn reyk lagði af húsinu.
Mikinn reyk lagði af húsinu. Mbl.is/Jóhann Óli

Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum elds sem kom upp í einbýlishúsinu Efra-Seli í nágrenni við Stokkseyri í dag. 

Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra brunavarna Árnessýslu, er fastur eldur í millilofti uppi í rjáfri sem erfitt er að komast að. Hann telur því líklegt að áfram verði unnið að slökkvistörfum í einhverjar klukkustundir. 

Tilkynnt var um eldsvoðann rétt fyrir klukkan 14 í dag, en um er að ræða gamalt timburhús. Húsið mun hafa verið einangrað með hálmi og öðrum eldfimum efnum og því hefur mikill hiti verið í því og ekki tryggt að senda slökkviliðsmenn inn. Hefur slökkvistarfið því beinst að ytra byrði hússins.

Pétur segir öruggt að húsið sé ónýtt eftir eldsvoðann. Upptök eldsins liggja ekki fyrir en lögreglan á Suðurlandi mun líklegast rannsaka málið þegar slökkvistarfi lýkur að sögn Péturs. 

Mbl.is/Jóhann Óli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert