Fjórir skjálftar 3 að stærð eða stærri við Eldey

Skjálftar við Reykjanesskaga á síðustu tveimur sólarhringum. Skjálftarnir við Eldey …
Skjálftar við Reykjanesskaga á síðustu tveimur sólarhringum. Skjálftarnir við Eldey eru merktir með grænum stjörnum. Kort/Veðurstofa Íslands

Þrír jarðskjálftar, 3 að stærð eða stærri, urðu við Eldey, suðvestur af Reykjanesskaga, nú á þriðja tímanum í dag. Sá stærsti var 3,5 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Annar skjálfti hafði einnig riðið yfir rétt fyrir hádegi.

Fyrsti skjálftinn varð 11:47 og var hann 3,0 að stærð. Næstu þrír komu allir í einni hrinu, á rúmlega eins og hálfs mínútna tímabili frá 14:41. Fyrsti var 3,0 að stærð, sá næsti 3,5 og þriðji 3,3. 

Fyrsti skjálftinn var á 3,9 kílómetra dýpi, en hinir þrír voru á 7,7 til 9,4 kílómetra dýpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert