Fresta afskiptum af fiskeldi á Völlum

Tjörnin umdeilda í Svarfaðardal.
Tjörnin umdeilda í Svarfaðardal.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur frestað réttaráhrifum afskipta Matvælastofnunar af bleikjueldi að Völlum í Svarfaðardal meðan kæra þar að lútandi er til umfjöllunar í ráðuneytinu.

Bjarni Óskarsson bóndi stundar þar eldi á bleikjum í tjörn við bæinn, sér og sínum til gamans, og telur búskapinn tæpast leyfisskyldan. Matvælastofnun lítur öðru vísi á, krefst þess að greitt sé leyfisgjald upp á tæplega 500 þúsund krónur og ef ekki skuli tjörnin tæmd. Hefur Bjarna verið gert að skila inn tímasettri aðgerðaáætlun þar að lútandi, enda þótt tjörnin sé enn undir snjó og ís sem óvíst er hvenær leysi.

„Þessi afstaða ráðuneytisins er áfangasigur,“ segir Bjarni Óskarsson. „Ráðuneytið ætlar sér samkvæmt bréfi að komast til botns í þessu máli og svara mér fyrir 22. maí. Á meðan getur Matvælastofnun ekki farið í neinar aðgerðir á minn kostnað, eins og hafði verið boðað.“

Í samtali við Morgunblaðið á dögunum sagðist Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telja fullt tilefni til að fara yfir málavöxtu í varðandi fiskeldið á Völlum. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert