Þyrla Gæslunnar sótti vélsleðamann

TF-EIR á flugi. Mynd úr safni.
TF-EIR á flugi. Mynd úr safni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, sótti vélsleðamann sem slasast hafði á skíðasvæðinu í Hveradölum fyrr í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Gæslunnar hafði þyrlan verið við æfingar og meðal annars farið til Vestmannaeyja, og var í aðeins um tveggja mínútna fjarlægð frá slysstað þegar óskað var eftir að hún yrði til taks.

Var brugðið á það ráð að lenda við skíðasvæðið og var maðurinn kominn á sjúkrahús í Reykjavík laust fyrir klukkan fjögur síðdegis. Ekki er talið að um mjög alvarleg meiðsl sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert