Tveir skjálftar við Þorbjörn í hádeginu

Þorbjörn gnæfir yfir Grindavík.
Þorbjörn gnæfir yfir Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rétt fyrir hádegi í dag urðu tveir jarðskjálftar rétt austan við Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir voru 2,8 og 2,9 að stærð og voru um 15 sekúndur á milli þeirra. Skjálftanna varð vart í Grindavík, en þeir voru staðsettir um 2 km norðnorðaustur af Grindavík.

Nokkur skjálftavirkni hefur verið við Grindavík síðustu vikur í tengslum við landris á svæðinu. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Fyrri skjálftinn varð á 5,4 kílómetra dýpi en sá síðari á 3,9 kílómetra dýpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert