Veita greiðslufresti

Guðrún Hafsteinsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir.

„Fyrst og fremst viljum við standa með sjóðsfélögum okkar. Við treystum því að fólk muni ekki sækja um þetta nema það sé að komast í vandræði. Við erum líka að verja okkur með því að stíga fljótt inn og bjóða upp á þennan möguleika,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.

Lífeyrissjóðirnir eru afar stórir lánveitendur í íbúðarhúsnæði. Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur lífeyrissjóðina til að veita sjóðsfélögum sem lenda í greiðsluerfiðleikum greiðslufrest. Þá eru lífeyrissjóðirnir aðilar að samkomulagi lánveitenda um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja. Báðar aðgerðirnar eru vegna efnahagsástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirunnar.

Margir í vandræðum

Búast má við því að þúsundir sjóðfélaga verði atvinnulausar eða í skertu starfshlutfalli og því verði margir í vandræðum með lífeyrissjóðslánin. Guðrún veit ekki til þess að sjóðirnir hafi metið það við hverju megi búast í umsóknum um greiðslufresti en segir að það verði töluvert mikið. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert