„Fólk er bara einmana“

Faraldur kórónuveirunnar hefur sett félagsstarf eldri borgara úr skorðum. Því hefur verið brugðið á það ráð að hringja í fólk sem er orðið eldra en 85 ára og býr eitt. „Fólk er bara einmana,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir sem starfar hjá félagsstarfi fullorðinna hjá Reykjavíkurborg.

Verkefnið kallast Spjöllum saman og er ætlað að draga úr félagslegri einangrun hjá öldruðum. Símtölin geta orðið allt upp í 30 mínútur að lengd en um 800 hundruð manns eru á lista sem nú er unnið í. Verkefnið hófst í upphafi vikunnar og nú hefur verið spjallað við um 200 manns. 

„Við finnum bara rosalega sterkt hvað þessi einangrun hefur mikil áhrif á alla,“ segir hún. Margir fái þó góðan og mikinn stuðning frá vinum og ættingjum sem passi upp á að fólk sé í tengslum. „Fólk er greinilega að huga að hvoru öðru,“ segir hún.

Starfsmenn félagsstarfsins hringir fyrsta símtalið en fólki býðst einnig að fá hringingar frá svokölluðum símavinum sem eru sjálfboðaliðar. Hægt er að hafa samband við hverfisstöðvar félagsþjónustu borgarinnar og gerast sjálfboðaliði í verkefninu sem er unnið í samvinnu við Landsamband eldri borgara og Félag eldri borgara. Þá er hægt að hafa samband í gegnum spjallið við facebook-síðu félagsstarfs borgarinnar.  

https://www.facebook.com/felagsstarf

Í myndskeiðinu er rætt við Bryndísi sem er verkefnisstjóri félagsstarfs fullorðinna í Bústaðahverfi og Háaleiti en þar eru allir sem hafa náð 18 ára aldri velkomnir.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert